Grundaskóli Kennslustofur - útboð
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í smíði og uppsetningu á 3 kennslustofum við Grundaskóla á Akranesi.
Um er að ræða smíði utan verkstaðar á 4 húsum úr timbri (3 kennslustofur og anddyriseining), flutningi og uppsetningu á sökkulbita. Eftir uppsetningu skal smíða tengiganga og ganga frá tengingum milli húshluta, leggja raflagnir og lagnir í mannvirkin, ytri og innri frágangur, þ.a. húsin afhendist fullbúin til notkunar.
Á verkstað verður verkkaupi búinn að jarðvegsskipta undir húsin, leggja lagnir í jörðu og raða upp steyptum sökkulbitum.
Nokkrar stærðir í verkinu:
- Gólfflötur (nettó) 350 m2
- Rúmmál (brúttó) 1.300 m3
- Forsmíðaðar húseiningar (brúttó) 280 m2
Verklok skulu vera eigi síðar en 30. desember 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá þriðjudeginum 27. júlí 2021 í gegnum útboðsvef Mannvits:
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 föstudaginn 13. ágúst 2021. Ekki verður haldinn opnunarfundur, niðurstöður útboðs verða sendar bjóðendum.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs