Guðlaug tilnefnd til virtra arkitektaverðlauna
Þau einstaklega ánægjulegu tíðindi bárust rétt fyrir áramótin að Guðlaug við Langasand hefur verið tilnefnd til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022, sem veitt eru fyrir framúrskarandi nútíma arkitektúr. Verðlaunin eru kennd við Mies van der Rohe, sem var einn af helstu frumkvöðlum nútíma arkitektúrs. Þau eru veitt fyrir arkitektúr sem sýnir fram á einstakt félagslegt, menningarlegt og tæknilegt samhengi.
Það var arkitektastofan Basalt sem hannaði Guðlaugu í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit árið 2017 og opnaði Guðlaug í desember árið 2018. Þetta eru einstaklega hvetjandi fréttir í aðdraganda þess að hugmyndasamkeppni um stór-Langasandssvæðið er að hefjast nú á nýju ári. Í tengslum við þá samkeppni og þar sem ekki var hægt að efna til hefðbundna íbúafunda var útbúin viðhorfskönnun um þarfir, upplifun og framtíðarsýn íbúa um svæðið. Fá hér íbúar tækifæri að láta sínar skoðanir, þarfir og áherslur í ljós. Munu niðurstöður könnunarinnar vera fylgigagn við auglýsingu um samkeppnina. Viðhorfskönnunin var opuð í byrjun desember og verður opin út janúar. Íbúar eru hvattir til þátttöku. Nánari upplýsingar ásamt kynningarmyndbandi er aðgengilegt hér.
Myndbrot sem sýnir uppbyggingu Guðlaugar við Langasand