Fara í efni  

Handverkssýning opnar á Bókasafni Akraness

Handverk eftir Ásgeir Samúelsson.
Handverk eftir Ásgeir Samúelsson.

Föstudaginn 17. apríl kl. 15:00 opnar Ásgeir Samúelsson yfirlitssýningu á handverki sínu á Bókasafni Akraness. Ásgeir er fæddur árið 1938 og hefur verið búsettur á Akranesi síðan árið 1956. Hann stundaði sjómennsku og smíðavinnu áður fyrr og var síðast í vinnu hjá Trésmiðju Þráins Gíslasonar en hætti störfum 69 ára að aldri. Ásgeir hefur stundað útskurð frá haustinu 2007 og lærði fyrstu handbrögðin hjá leiðbeinanda á vegum félagsstarfs eldri borgara á Akranesi. Leiðbeinandi þar var Guðmundur Þorsteinsson frá Efri Hrepp. Einnig sótti hann tvö námskeið hjá Jóni Adolfi Steinólfssyni frá Kópavogi, en hann er mikill listamaður.

Ásgeir hefur síðan þróað sjálfur sín vinnubrögð og segir  ótrúlegt hvað hægt er að læra af Internetinu og útskurðarblöðum. ,,Þetta er þolinmæðisvinna" segir Ásgeir og bætir við að það sé gott að hafa góða aðstöðu heima og góð verkfæri. Ásgeir tekur þátt í félagsstarfi eldra borgara á Akranesi og er núna að segja öðum til í útskurði á skeiðum.  Áhugafólk um tréskurð,  hittist þar einu sinni í viku á miðvikudagsmorgnum frá kl. 9-12.

Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins fram í lok maí.   


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00