Hraðhleðslustöð opnar í næstu viku
04.06.2015
Hraðhleðslustöð opnar formlega n.k. þriðjudag kl. 10 á Akranesi. Bæjarbúar hafa eflaust tekið eftir framkvæmdum á bílaplani verslunarkjarnans á Dalbraut 1 en stöðin er staðsett þar.
Þetta er tíunda stöðin sem Orka Náttúrunnar setur upp á Suður- og Vesturlandi. Fyrir eru stöðvar við höfuðstöðvar ON að Bæjarhálsi 1, við bifreiðaumboð BL við Sævarhöfða, við Smáralind, við Skeljung á Miklubraut, á Fitjum í Reykjanesbæ, við IKEA í Garðabæ, í Borgarnesi, á Selfossi og við Fríkirkjuveg. Rafbílum er sífellt að fjölga hér á landi. Um áramótin var fjöldi þeirra kominn yfir 300 og samkvæmt upplýsingum frá umboðum hafa tugir bæst við á fyrstu mánuðum ársins 2015.