Íbúafundur (myndband) - Framtíðarsýn á Breið
Þriðjudaginn 28. júní var íbúafundur um starfsemi Running Tide á Breið og framtíðarsýn þess á Akranesi og Grundartanga.
Fundinn má horfa á í heild sinni HÉR.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims
Íbúafundurinn hófst með erindi Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims hf. um breytta tíma í atvinnustarfsemi og hvernig frumkvöðlastarf mun halda áfram að þróast á Breiðinni.
Kristinn Lár og Marty Odlin, framkvæmdarstjórar Running Tide
Kristinn Árni L. Hróbjartsson, framkvæmdarstjóri Running Tide á Íslandi kynnti Marty Odlin, stofnanda og framkvæmdastjóra Running Tide í Bandaríkjunum sem hélt kynningu um starfsemi Running Tide og hvernig fyrirtækið ætlar að taka þátt í að berjast við loftslagsvánna með frumkvöðlastarfi á Akranesi. Marty vakti mikla athygli með sögu sinni og fjölskyldufyrirtækis síns hefur gengið í gengum miklar hremmingar í sjávarútvegi sökum hlýnun sjávar og ákvað hann sjálfur að hefjast handar við að berjast við loftlagsvánna og stofnaði Running Tide.
Running Tide þróar og nýtir tækni og aðferðir sem örva náttúruleg ferli sjávarins í að grípa, binda, og geyma kolefni til langs tíma. Hluti lausnarinnar sem Running Tide vinnur að byggist á að rækta stórþörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti. Þörungarnir og baujurnar vinna einnig gegn súrnun sjávar. Lausnir fyrirtækisins á sviði kolefnisbindingar bæta þannig lífríki hafsins og skila ávinningnum til sjávarplássa og vistkerfa heimsins.
Forsvarsmenn fyrirtækisins telja að Ísland hafi alla burði til að verða miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Nú þegar hafa verið auglýst fjöldi starfa á Akranesi!
Nánar um Runnning Tide
Running Tide var stofnað fyrir fimm árum síðan í Bandaríkjunum en er nú að hefja starfsemi hér á landi fyrir milligöngu Transition Labs sem kynnt var nýlega. Kristinn Árni L. Hróbjartsson er nýráðinn framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi.
Running Tide var stofnað af Marty Odlin, fjórðu kynslóðar sjómanni, í Maine í Bandaríkjunum.Fyrirtækið hannar, smíðar og setur upp kerfi sem örvar náttúrulega eiginleika hafsins til að farga kolefni, snúa við súrnun sjávar og endurheimta vistkerfi við strendur hafsins. Running Tide á í samstarfi með leiðandi kolefnisförgunarkaupendur eins og Stripe og Shopify, og leiðandi stofnanir á sviði loftslags- og hafvísinda á borð við The Center for Climate Repair í Cambridge, Ocean Visions og Roux Institute við Northeastern University. Kristinn Árni L. Hróbjartsson er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi.
Nánari upplýsingar veitir Kristinn Árni L. Hróbjartsson sem er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi í s. 823 5253, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Valdís Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri Breiðar þróunarfélags í s. 694-3388.