Fara í efni  

Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi verður haldið þann 27. september 2017 klukkan 17:00-21:00 í Grundaskóla.

Markmið íbúaþingsins er að leita svara við eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er gott við að eldast á Akranesi?
  • Hvernig viltu sjá málefni eldri borgara á Akranesi þróast?
  • Hvernig getur Akraneskaupstaður stuðlað að farsælum efri árum?
  • Hvað getum við sem einstaklingar gert til að stuðla að farsælum efri árum?

Allir íbúar á Akranesi eru velkomnir á íbúaþingið.  Sérstaklega er óskað eftir þátttöku eftirtalinna:

  • Íbúum í aldurshópum 75 ára og eldri 
  • Íbúum í aldurshópnum 60 til 75 ára 
  • Íbúum í aldurshópnum 50 til 60 ára 
  • Starfsfólki sem vinnur í öldrunarþjónustu 
  • Fulltrúum frá stofnunum og félagasamtökum sem vinna að málefninu

Unnið verður í hópum út frá þjóðfundarfyrirkomulagi og verða niðurstöður íbúaþingsins notaðar sem innlegg í stefnumótunarvinnu í málefnum aldraða. Akraneskaupstaður býður þátttakendum upp á léttar veitingar.

Skráning fer fram hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að skrá sig í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, 1. hæð og í síma 433 1000. Skráning er til og með 20. september 2017.

Vilt þú hafa áhrif - mættu þá á þingið!


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00