Fara í efni  

Jólin kvödd á Akranesi

Jólin voru formlega kvödd á Akranesi þann 9. janúar sl. með hinni árlegu þrettándabrennu sem innhélt álfadans, jólasöng, jólasveina, Grýlu og Leppalúða og fleiri furðulegar verur. Blysför hófst með trommuslætti við Þorpið að Þjóðbraut 13 og var þaðan gengið niður að Jaðarsbökkum. Lögreglan fylgdi göngunni áleiðis. Glæsileg flugeldasýning var að lokinn brennu í boði Akraneskaupstaðar og sá Björgunarfélag Akraness um framkvæmdina líkt og fyrri ár.  Sýningunni var vel fagnað af áhorfendum.

Í framhaldinu  var komið að kjöri íþróttamanns Akraness árið 2014 og fór sú athöfn fram í íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum. Glæsilegur hópur fékk tilnefningu í kjöri íþróttamanns ársins á Akranesi en það var sundkappinn Ágúst Júlíusson sem fékk Friðþjófsbikarinn og titilinn Íþróttamaður Akraness 2014. Hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í 50m og 100m flugsundi á árinu. Akraneskaupstaður óskar Ágústi og öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingju og vill að lokum koma á framfæri þökkum til Björgunarfélags Akraness, Þorpsins og Tónlistarskólans á Akranesi fyrir þeirra þátttöku í þrettándagleðinni. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00