Fara í efni  

Kærkomin heimsókn frá Mosfellsbæ 25.1.24

Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri velferðar- og mannréttin…
Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri velferðar- og mannréttindasviðs og Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri Mennta- og menningarsvið sem tóku á móti góðum gestum frá Mosfellsbæ, þeim Gunnhildi - Sviðsstjóra fræðslusviðs, Elvari - Leiðtoga farsældar, Ólafíu Dögg - Skrifstofustjóra skrifstofu umbóta og þróunar, Ragnheiði Axels - Verkefnastjóra skólaþjónustu, Kristbjörgu - Stjórnanda félagsþjónustu, Hugrúnu Ósk - Verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags, Guðrúnu Mar - Stjórnandi barnaverndar. og bæjarstjóri Mosfellsbæjar Regína Ásvaldsdóttir.

Velferðar- og mannréttindarsvið Akraneskaupstaðar ásamt Mennta- og menningarsviði tóku á móti góðum gestum frá Mosfellsbæ í gær fimmtudaginn 25. janúar, þar sem þau fengu kynningu á þróun innleiðingar farsældarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna hjá Akraneskaupstað.

Á innleiðingartímabilinu hefur Akraneskaupstaður tekið á móti fjölmörgum sveitarfélögum og fleiri væntanleg, en Akranes er eitt af fjórum frumkvöðlasveitarfélögum í innleiðingu á farsæld. Það er ánægjulegt að geta átt samtal um þessi mikilvægu málefni og verið fyrirmynd í innleiðingarferlinu.

Það voru þær Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri og Sólveig Sigurðardóttir verkefnastjóri velferðar- og mannréttindasviðs og Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri Mennta- og menningarsvið sem tóku á móti hópnum sem skipaði þau Gunnhildi - Sviðsstjóra fræðslusviðs, Elvari - Leiðtoga farsældar, Ólafíu Dögg - Skrifstofustjóra skrifstofu umbóta og þróunar, Ragnheiði Axels - Verkefnastjóra skólaþjónustu, Kristbjörgu - Stjórnanda félagsþjónustu, Hugrúnu Ósk - Verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags og Guðrúnu Mar - Stjórnandi barnaverndar. Það er skemmtilegt frá því að segja að á meðal hópsins var einnig bæjarstjóri Mosfellsbæjar Regína Ásvaldsdóttir fyrrum bæjarstjóri Akraneskaupstaðar (2012-2017). 

Tengt efni:

Fulltrúar Akraneskaupstaðar á Farsæladarþingi Mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Heimboð félags- og vinnumarkaðsráðherra á Akranesi vegna fyrirkomulags farsældar fullorðinna.

Heimsókn frá barnamálaráðherra heimsótti Akranes


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00