Fara í efni  

Kartöfluhátíð á Byggðasafninu!

Byggðasafnið í Görðum býður bæjarbúum í annað sinn á glæsilega Kartöfluhátíð þann 16. september næstkomandi í Stúkuhúsinu á Safnarsvæðinu klukkan 14:00. Hildur Hákonardóttir rithöfundur heldur fyrirlestur. Árið 2008 gaf hún út bókina Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktar kartöflur: Saga kartöflunnar og kartöfluræktar gegnum aldirnar. Akranes var lengi eitt ræktarlegasta kauptún landsins og Akraneskartöflurnar þóttu einstaklega góðar matkartöflur og urðu landsfrægar fyrir gæðin. (Hér má lesa meira um málið í árbók Akurnesinga 2016)

Viðburðinn finnið þið með því að smella hér.

Verkefnið á bakvið hátíðina er einstaklega fallegt en það eru nefninlega þriðju bekkingar í Brekkubæjarskóla sem eiga heiðurinn af stórglæsilegum og blómlegum kartöflugarði sem stendur við hliðina á húsinu Söndum á safnasvæðinu. Starfsfólkið á Byggðasafninu tók fagnandi á móti hópnum í maí á þessu ári. Þá höfðu þeir Jón Allans og Helgi stungið upp garðinn og krakkarnir fengu tvo fulla poka af útsæði ásamt bláum fjalladrottningum, gullauga og rauðum kartöflum frá Steindóri á Háteig til þess að setja niður.

Á fimmtudagsmorgun 14.9.23 sem þessir sömu krakkar sem nú eru komin í fjórða bekk – fá að taka upp kartöflurnar sínar! Þau veðja á heil 100kg af kartöflum, Jón Allans og Helgi veðja á 80kg.

Jón Sigurðsson (1870-1953) smiður á Vindhæli að vinna í kartöflugarðinum. Í baksýn má sjá verslunarhús Þórðar Ásmundssonar útgerðarmanns til hægri og Grímsstaðir til vinstri. Myndin er tekin á 4. áratug 20. aldar. Ljósmyndari er óþekktur.

 

   

Helgi og Jón Allans á Byggðasafninu notuðust við eldgamlan gatara til þess að stinga holur fyrir fjórar kartöflur í einu.

Krakkarnir voru hörkuduglegir og fylltu kartöflugarðinn á innan við klukkutíma! Svo stráðu þau blákorni yfir.

Starfsfólk safnsins og gestir hafa fylgst með garðinum blómstra í allt sumar og það verður æsispennandi að sjá uppskeruna í fyrramálið.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00