Fara í efni  

Laus staða við íbúðarsambýlið að Laugarbraut 8

Akratorg. Ljósmynd: Finnur Andrésson.
Akratorg. Ljósmynd: Finnur Andrésson.

Velferðar- og mannréttindasvið óskar eftir að ráða almennan starfsmann í 52% stöðu við íbúðarsambýlið að Laugarbraut 8.  Um er að ræða dag-, kvöld- og helgarvaktir (aðra hvora helgi). Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Helstu verkefni og ábyrgð.

Stuðningur og aðstoð við heimilismenn, við athafnir daglegs lífs. Stuðningur og aðstoð er veitt á heimili þeirra. Starfið felst einnig í því að aðstoða fólk, að taka þátt í samfélaginu s.s. tómstunda/frístundastarfi og menningar. 

Hæfniskröfur.

  • Áhugi á að starfa með fólki.
  • Áhersla lögð á góða færni í mannlegum samskiptum og færni í að vinna með fólki.
  • Lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og metnaður.
  • Sjálfstæði og öguð vinnubrögð, stundvísi.
  • Skilyrði að viðkomandi hafi bílpróf.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðra.

Ráðið er í starfið í lok febrúar en þá hefst aðlögun. Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstað en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18. Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jórunn Petra Guðmundsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi í tölvupósti á netfangið jorunn.petra.gudmundsdottir@akranes.is.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00