Laus störf í Leikskólanum Vallarseli
Vallarsel er tónlistarleikskóli ásamt því að gera frjálsa leiknum hátt undir höfði. Á Vallarseli eru 6 deildir með 145 börnum og glöðum og jákvæðum hópi 36 starfsmanna. Kjörorð leikskólans er: „Syngjandi glöð í leik og starfi“.
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar í Vallarseli:
Störf leikskólakennara
Leikskólakennarar óskast til starfa. Um er að ræða tvær 100% stöður. Stöðurnar eru lausar frá og með 4. ágúst 2015. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntun og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun áskilin
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum með sérþarfir æskileg
- Mikil færni og jákvæðni í samskiptum, lipurð og sveigjanleiki.
- Frumkvæði, faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
- Stundvísi og góð viðvera
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynhildur Björg Jónsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti eða í síma 433-1220.