Laust starf verkefnastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði
20.01.2015
Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
- Forysta um innleiðingu á rafrænni þjónustu.
- Umsjón með heimasíðu Akraneskaupstaðar og samskipti við þjónustuaðila vegna tölvumála og málakerfis Akraneskaupstaðar.
- Skýrslugerð, þ.m.t. framsetning fjárhagslegra upplýsinga.
- Vinna við gerð verkferla og undirbúningur að mótun þjónustustefnu Akraneskaupstaðar.
- Almenn þjónustustörf, s.s. undirbúningur funda, bréfaskriftir og gerð auglýsinga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af vinnu við samantekt og framsetningu fjárhagslegra upplýsinga.
- Þekking og reynsla af skjalavistunarkerfi og heimasíðugerð.
- Mikil færni í notkun Microsoft Office hugbúnaðar; sérstök hæfni í notkun Excel töflureiknis.
- Mikil samskipta- og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og góðir skipulagshæfileikar.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinar Adolfsson, sviðsstjóri í síma 433-1000 eða í tölvupósti. Sótt er um rafrænt á heimsíðu Akraneskaupstaðar.
Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk.
Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.