Fara í efni  

Laust starf við ráðgjöf á heimilum

Elínarhöfði.
Elínarhöfði.

Akraneskaupstaður óskar eftir að ráða fagaðila í 40% starf til að sinna aðstoð inni á heimilum fólks, m.a. uppeldisráðgjöf og ráðgjöf vegna heimilishalds. Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. Ýmsar starfsstéttir koma til greina m.a. iðjuþjálfi, þroskaþjálfi, uppeldisfræðingur eða kennari svo þær helstu séu nefndar.  Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum. Um er að ræða vinnutíma eftir kl. 16:00 á daginn.

Hér er hægt að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri í tölvupósti á netfangið velferd@akranes.is eða í síma 433-1000.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00