Leigufélagið Bríet óskar eftir byggingaraðilum til þátttöku í uppbyggingu íbúða á Akranesi
Leigufélagið Bríet í samstarfi við Akraneskaupstað óska eftir byggingaraðilum til þátttöku í uppbyggingu íbúða á Akranesi
Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagáttar var undirrituð í desember síðastliðinn milli Akraneskaupstaðar, Leigufélagsins Bríet, félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Eitt af markmiðum þeirra yfirlýsingar er að stuðla að auknu húsnæðisöryggi leigjenda með því að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í húsnæðismálum hvað varðar fyrirsjáanlegan skort á almennu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Í takt við það markmið auglýsir Leigufélagið Bríet í samstarfi við Akraneskaupstað eftir byggingaraðilum til þátttöku í uppbyggingu íbúða á Akranesi. Helstu forsendur verkefnisins eru:
- Uppbygging 48 íbúða og er Leigufélagið Bríet tilbúið til þess að skuldbinda sig til kaupa á allt að átta íbúðum.
- Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnisins í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti.
- Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæðum lausna.
Stefnt er að því að semja við fleiri en einn verktaka í verkefninu.
Nánari upplýsingar veita Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Bríetar (soffia@briet.is) og Elmar Erlendsson byggingafræðingur hjá HMS (elmar.erlendsson@hms.is).