Leikskólinn Vallarsel í 2. sæti í stofnun ársins - borg og bær 2016
Leikskólinn Vallarsel var í 2. sæti í Stofnun ársins - borg og bær árið 2016 í flokki minni stofnana. Niðurstöður úr könnun á Stofnun ársins - Borg og bær voru kynntar í Hörpunni í gær, þann 12. maí. Það eru félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sem velja Stofnun ársins - Borg og Bær. Stærsti hópur félagsmanna St.Rv. starfar hjá Reykjavíkurborg en auk þess starfa félagsmenn hjá fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstað, Seltjarnarneskaupstað og fleirum. Val á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR og St.Rv. auk fjármálaráðuneytisins sem tekur þátt í könnuninni fyrir alla ríkisstarfsmenn.
Frekari niðurstöður má sjá hér á heimasíðu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Við óskum starfsfólki leikskólans Vallarsels innilega til hamingju með þennan árangur.