Fara í efni  

Leita samráðs við þjóðminjavörsluna um Kútter Sigurfara

Kútter Sigurfari
Kútter Sigurfari

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar þann 29. janúar sl. var tekið fyrir málefni Kútters Sigurfara í kjölfar bókunar menningar- og safnanefndar um framtíð skipsins. Bæjarráð fól Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra að leita eftir formlegu samstarfi við Þjóðminjavörsluna, Forsætisráðuneytið og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um framhald málsins. Skoða á hvort styrkveiting úr Græna hagkerfinu geti falið í sér vinnu við gerð verndunaráætlunar fyrir skipið að hluta að heild. Slík vinna yrði þá unnin undir forystu Þjóðminjasafnsins. Að sögn Regínu þá er mikilvægt að hafa bakland í safninu þar sem verkefnið  snertir sögu sjávarútvegs á Íslandi.

Menningar- og safnanefndar taldi sér ekki fært að þiggja styrk sem úthlutað hefur verið úr Græna hagkerfinu með milligöngu Minjaverndar og var ætlaður til endurbóta á Kútter Sigurfara. Í bókun nefndarinnar kemur fram að styrkurinn sem er að upphæð 5 milljónir króna muni ekki duga fyrir nauðsynlegum endurbótum eða lagfæringum en kostnaður við endurbætur á kútternum hleypur á tugum ef ekki á hundruðum milljóna króna. Þá ætti eftir að koma skipinu í varanlegt skjól til að varna frekari skemmdum. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00