LÍKAMSRÆKT Í BRAGGANUM Á JAÐARSBÖKKUM
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í leigu á bragganum við Jaðarsbakka, þar sem stefnt er að rekstri öflugrar líkamsræktarstöðvar. Um er að ræða um 2.000 fermetra húsnæði sem losnar haustið 2025, þegar núverandi starfsemi flyst í nýtt íþróttahús á svæðinu.
Mikil eftirspurn er eftir veglegri líkamsræktaraðstöðu á Akranesi, og því er skilyrði að rekstraraðili nýti húsnæðið undir slíka starfsemi. Markmiðið er að skapa aðlaðandi og fjölbreytta aðstöðu fyrir hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl sem þjónar þörfum íbúa svæðisins.
Við hvetjum áhugasama rekstraraðila og fjárfesta í líkamsræktargeiranum til að hafa samband og kynna sér þetta spennandi tækifæri.
Áhugasamir aðilar eru hvattir til að kynna sér tilboðs- og útleigulýsingu og senda inn umsóknir fyrir 14. Mars Frekari upplýsingar má finna á: Ajour - Udbud | Ajour System