Lýsing á breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag á Akranesi - tjaldsvæði Kalmansvík
Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag fyrir Tjaldsvæði Kalmansvík skv. 30. gr. og 3 mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin tekur til núverandi tjaldsvæðis og aðliggjandi óbyggðra svæða. Skilgreindir verða tveir nýir landnotkunarreitir 5,3 ha ferðaþjónustusvæði/tjaldsvæði og 3,1 ha útivistarsvæði. Deiliskipulagssvæðið verður nokkuð stærra eða um 8-9 ha þar sem fjaran öll verður innan skipulagsmarka. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tjaldsvæði og útivistarsvæði í Kalmansvík. Svæðið verður sérhæft sem tjaldsvæði með ákveðnum uppbyggingarmöguleikum (gistihýsi og þjónustuaðstaða).
Hér er hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu Akraneskaupstaðar en hún er einnig aðgengileg í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18.
Ábendingum varðandi tillögugerðina eiga að vera skriflegar og berast fyrir 23. maí 2019 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið skipulag@akranes.is