Markaðir, tónleikar og sýningar á Vökudögum
Lista- og menningarhátíðin Vökudagar er rétt hálfnuð og er nóg framundan.
5. nóvember
Í dag er Grundaskóli með sinn árlega Malaví markað þar sem nemendur og starfsfólk Grundaskóla safna fyrir fátæk börn í Malaví. Markaðurinn verður frá kl.12-13.30 og eru munirnir sem börnin hafa búið til seldir í skólanum (kjallari og stofur yngsta stigs). Í salnum verður kaffihús og þar verða tónlistaratriði. Rauði krossinn í Malaví og á Íslandi hafa veitt Grundaskóla sérstaka viðurkenningu fyrir verkefnið sem hefur verið nefnt „Að breyta krónum í gull“.
Kl. 17 í dag er Söguganga í umsjá Bókasafns Akraness og Skagaleikflokksins en vegna vinsælda þessarar kvennasögugöngu á 17. júní var ákveðið að endurtaka hana. Lagt er af stað frá Akratorgi og er göngugörpum bent á að klæðast eftir veðri. Um er að ræða létta göngu og er þátttaka ókeypis. Kl. 18.30 í dag verður tónlist, söngur og sagðar sögur úr verkinu Skáldið og Biskupsdóttirin í Bókasafni Akraness. Það er Alexandra Chernyshova sópransöngkona og tónskáld sem mun flytja þetta verk en með henni verður Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Kl. 20 í kvöld á Garðakaffi rekur Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur sögu átakanna á Norður-Írlandi í máli og myndum frá upphafi átaka „The Trouble“ til okkar tíma. Félagar úr Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi flytja írsk þjóðlög og baráttusöngva frá tímabilinu. Allir velkomnir, frítt inn. Einnig kl. 20 í kvöld er Kór Saurbæjarprestakalls með hausttónleika í Miðgarði. Kl. 21 í kvöld er Ragnheiður Helga Bergmann með tónleika í Gamla Kaupfélaginu. Ragnheiður Helga ólst upp á Akranesi og söngferillinn hófst þegar hún vann fyrstu Hátónsbarkakeppnina sem haldin var 1988. Hún stúderaði söng í FÍH og er að kenna söng í Söngskóla Maríu ásamt því að syngja við ýmis tækifæri. Með henni er Andri Ívarsson sem spilar á gítar. Þau skipa fjölbreytta tónlist og er aðgangseyrir kr. 1500.
6. nóvember
Kl. 13 er hinn árlegi markaður félagsstarfs eldri borgara og öryrkja að Kirkjubraut 40. Fjölbreytt handverk og veitingasala, allir velkomnir. Um kvöldið eru fjölmargir viðburðir, m.a. Karlakórinn Svanir er með afmælishátíð í sal Grundaskóla. Sérstakir gestir þar eru hljómsveitin Dúmbó og Steini og hefjast tónleikarnir kl. 20.30, miðaverð kr. 3000.
Kl. 20.30 verða styrktartónleikar Fjöliðjunnar að Dalbraut 6 – gamla ÞÞÞ húsið. Fram koma m.a. Margrét Saga, Sindri Víðir, Fjöliðjukórinn og hljómsveitin Apollo. Tónleikarnir eru haldnir af frumkvæði Sindra Víðis sem er starfsmaður Fjöliðjunnar. Kynnir kvöldsins er Garðar Örn og er miðaverð er kr. 1000. Kl. 21 verða tónleikar með hljómsveitin Belleville í Garðakaffi en hún spilar tónlist í anda Edith Piaf.