Fara í efni  

Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2016

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Gunnar Viðarsson formaður Vitans og Ingþór Bergmann formaður menni…
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Gunnar Viðarsson formaður Vitans og Ingþór Bergmann formaður menningar- og safnanefndar við afhendingu menningarverðlauna árið 2015.

Hin árlegu menningarverðlaun Akraneskaupstaðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 27. október til 6. nóvember. Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 14. október nk. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það hver fái menningarverðlaunin 2016. Mikilvægt er að setja inn rökstuðning með tilnefningunni. 

Það var Vitinn,  félag áhugaljósmyndara á Akranesi sem fékk menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2015. Félagið Vitinn er fimm ára gamall félagsskapur áhugaljósmyndara, sem mjög  virkt í sýningarhaldi og fræðslu og öðrum til fyrirmyndar í bæjarfélaginu. Þá hefur Vitinn tvisvar gefið út ljósmyndabók sem er nokkurs konar ársskýrsla félagsins og einnig hafa félagar haldið fyrirlestra og kynningar um ljósmyndun í grunnskólum bæjarins samkvæmt samkomulagi við Akraneskaupstað. Félagsmenn eru rúmlega 70. Hér er hægt að sjá hverjir hafa fengið menningarverðlaun Akraneskaupstaðar frá árinu 2007.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00