Námsstyrkur Akraneskaupstaður árið 2018
28.05.2018
Sævar Freyr bæjarstjóri og Karólína Andrea Gísladóttir við útskriftina sl. laugardag. Ljósmynd: Myndsmiðjan.
Við útskrift Fjölbrautaskóla Vesturlands þann 26. maí síðastliðinn afhenti Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri námsstyrk Akraneskaupstaðar. Námsstyrkur Akraneskaupstaðar hefur verið veittur frá árinu 1991 og er í dag rúmar 700 þúsund krónur. Styrkurinn er veittur til nemenda sem hafa sýnt afburða námsárangur eða ástundun náms. Að þessu sinni var það Karólína Andrea Gísladóttir sem fékk styrkinn.
Karólína Andrea Gísladóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut í maí síðastliðinn. Karólína Andrea stefnir á nám í læknisfræði við Háskóla Íslands haustið 2018.