Nýja aðveitustöðin tengd dagana 9 til 20 maí
Tímabilið 9. til 20. maí verður ný aðveitustöð tengd á Akranesi og má búast við truflunum á þeim tíma. Aðveitustöðin verður tengd við rafdreifikerfið í bænum.
Húsin í bænum verða rafmagnslaus tímabundið meðan spennustöðvar og strengir verða tengd við nýju aðveitustöðina. Rafmagnslaust getur orðið frá hálfri klukkustund upp í tvo tíma hjá hverjum viðskiptavini.
Tengingarnar verða gerðar í um 50 áföngum og afmarkað svæði verður rafmagnslaust við hverja tengingu.
Nánari upplýsingar um tímasetningu verða veittar á heimasíðu Veitna, www.veitur.is, og á Fésbókarsíðu Veitna þegar nær dregur og með SMS skilaboðum til íbúa hvers svæðis. Hægt er að sjá á Mínum síðum á vef Veitna til að kanna hvort farsímanúmerið þitt er á skrá hjá Veitum og skrá það þar ef svo er ekki. Dreifibréfum verður líka dreift í hús.
Starfsfólk Veitna vonast til að truflanir vegna rafmagnsleysis verði sem minnstar og að Akurnesingar sýni verkefninu skilning. Nýja aðveitustöðin er við Smiðjuvelli 24 og leysir af hólmi gömlu aðveitustöðina við Þjóðbraut 44.
Fyrirtækið bendir bæjarbúum á að hafa samband í síma 516 6000 eða sendu ábendingu eða fyrirspurn á vef Veitna www.veitur.is.