Fara í efni  

Nýr göngustígur að Garðalundi

Leikskólabörn af Garðaseli í göngutúr.
Leikskólabörn af Garðaseli í göngutúr.

Nýlega var göngustígur kláraður meðfram Ketilsflöt að beygjunni í Garðalund. Verktaki var Þróttur og er stefnt fljótlega að fara í frágang á svæðinu sitthvoru megin við stíginn. Í framhaldinu verður lagður stígur alveg að Garðalundi sem og einnig að nýju frístundahúsi á golfvellinum. 

Fengum þessa skemmtilegu mynd senda frá starfsfólki Garðasels en börn og starfsfólk eru yfir sig ánægð með nýjan göngustíg á leið sinni í Garðalund. „Allt annað umhverfi og við viljum færa bænum kærar þakkir fyrir framtakið“ kemur í skilaboðum frá leikskólanum.  


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00