Nýr opnunartími í Guðlaugu tekur gildi og gjaldtaka hefst
Nýr opnunartími í Guðlaugu tekur gildi laugardaginn 19. júní næstkomandi. Opið verður í sumar til 31. ágúst alla virka daga frá kl. 12:00-20:00 og um helgar frá kl. 10:00-18:00. Eftir þann tíma tekur í gildi vetraropnun til 30. apríl þar sem opið er miðviku- og föstudaga frá kl. 16:00-20:00 og um helgar frá kl. 10:00-18:00.
Allt frá því að Guðlaug opnaði í desember 2018 hefur gestum boðist að koma án endurgjalds og njóta alls sem svæðið hefur uppá að bjóða. Nú fyrst mun gjaldtaka hefjast, en þá fá börn að 15 ára frítt í Guðlaugu ásamt handhöfum árskorts í Jaðarsbakkalaug.
Hægt verður að kaupa afsláttakort, ásamt vetrarpassa og fjölskyldukorti en þau kort fara í sölu fljótlega. Þá hefur nýr sjálfsali verið settur upp á svæðinu sem fer í notkun fljótlega eftir helgi. Gestir laugarinnar greiða því inni hjá starfsmanni til að byrja með. Vakin er sérstök athygli á því að einungis er tekið við greiðslukortum. Kynna má sér gjaldskrá Guðlaugar hér til hliðar.
Nánari upplýsingar um Guðlaugu má finna hér www.skagalif.is/gudlaug
Gjaldskrá má finna hér