Opnunartímar í Akranesvita fram í desember
18.11.2015
Vakin er athygli á því að Akranesviti verður opinn á eftirfarandi tímum fram í desember:
- Fimmtudaginn 19. nóvember frá kl. 15-18.
- Þriðjudaginn 24. nóvember frá kl. 15-18.
- Fimmtudaga og þriðjudaga frá kl. 13-16 á tímabilinu 26. nóvember til og með 17. desember.
Fjölmargar sýningar eru í vitanum sem vert að skoða. Einnig er útsýnið dásamlegt á toppi vitans þegar vel viðrar.
Varðandi móttöku hópa á öðrum tímum en opnunartíma er þeim sem hafa áhuga á að heimsækja vitann bent á að senda póst í gegnum facebooksíðu Akranesvita.