Orð í gluggum
06.11.2020
Akraneskaupstaður skorar á alla til að taka þátt!
Nú förum við saman í orðafjársjóðsleit og setjum orð í gluggann, líkt og í vor settum við bangsa í gluggann. Hvatt er til að velja orð sem eru jákvæð, fyndin, skrýtin, skemmtileg eða forvitnilega. Pössum að hafa letrið stórt og læsilegt svo auðvelt sé að lesa og halda hæfilegri fjarlægð. Möguleikarnir að leika með orðin eru í raun óteljandi. Hér eru nokkrar hugmyndir sem Miðja máls og læsis hefur tekið saman fyrir foreldra og kennara:
Fyrir foreldra:
- Tölum saman um orðin
- Veltum þeim fyrir okkur
- Vekjum athygli á jákvæðum orðum og hvað falleg orð geta haft mikla þýðingu
- Æfum okkur að nota orðin í setningu
- Samvera og spjall
Fyrir kennara:
- Vinnum með orðaforða á fjölbreyttan máta
- Búum til setningar með orðunum
- Nýtum orðin sem kveikju að ritunarverkefnum
- Söfnum upplýsingum og veltum þeim fyrir okkur
- Ræðum um líðan og vekjum athygli á þeim hugrenningatengslum sem vakna út frá orðum
- Söfnum samheitum
- Nýtum orðin í orðflokkagreiningu
- Vinnum með lýðræði og kjósum til dæmis:
- Frumlegasta orðið
- Skrýtnasta orðið
- Orð vikunnar
- Tengjum orðaforðavinnu við nærumhverfið
Miðja máls og læsis hefur stofnað viðburð inn á Facebook og hægt er að nálgast hann hér o
Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar hér