Fara í efni  

Pökkunarskemman

 

Ert þú með góða hugmynd?

Á ráðstefnunni „Að sækja vatnið yfir lækinn“ þann 23. mars gefst þér tækifæri að koma með tillögur að því hvernig Akraneskaupstaður getur nýtt pökkunarskemmuna sem er staðsett að Faxabraut 10.

Pökkunarskemman svokallaða var byggð árið 1978 og var áður í eigu Sementsverksmiðjunnar. Húsið er 1.200 m2 og stendur á 3.700m2 lóð. Burðarvirkið er stálgrind klædd með trapisulagaðri stálklæðingu sem skrúfuð er í stállektur. Upphaflega var húsið óeinangrað en í seinni tíð hefur hluti þess verið stúkaður af, einangraður og klæddur með spónarplötum.

Skemman stendur á athafnarsvæði Faxaflóahafna og heimilt er að byggja tveggja hæða viðbyggingu við skemmuna sem fyrir er á lóðinni. Pökkunarskemman var áður nýtt sem geymsla fyrir sementsverksmiðjuna en hefur verið nýtt undir ýmsa viðburði eins og Lopapeysuna á síðustu árum. 

Akraneskaupstaður leitar nú eftir hugmyndum um það hvaða starfsemi væri hægt að fá í húsnæðið. Mættu á ráðstefnuna, leyfðu ímyndunar aflinu að ráða för og komdu með tillögu.

 

Innblástur

Hugmyndinni þurfa ekki að fylgja teikningar og nóg er að nefna einungis hvaða starfsemi gæti verið í skemmunni. Til að veita innblástur og koma hugmyndafluginu af stað fylgir hér mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Taka skal þó fram að þessi teikning er ekki samþykkt í deiliskipulaginu.

 hugmynd

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00