Ráðstafanir í Þorpinu / Arnardal vegna Covid-19 og samkomubanns
17.03.2020
COVID19
Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru þarf að grípa til aðgerða. Skólum og frístundastarfi hafa verið sett viðmið í starfsemi sem þarf að uppfylla og þeir stilla sér í framlínu sem hluti af almannavörnum landsins.
Við í Þorpinu tökum hlutverk okkar mjög alvarlega. Við gerum okkur grein fyrir því að mikilvægt er fyrir ungmennin okkar hafa áfram vettvang til að hittast. Þar sem við getum ekki tryggt sóttkví eða einangrun munum við skipta kvöldunum upp eftir árgöngum og skólum.Þorpið mun reyna eftir mesta megni reyna að svara félagsþörf unglinga og ungmenna á meðan samkomubannið er í gildi.
Opnunartímar starfseininga Þorpsins verða eftirfarandi:
Arnardalur
- Opið þriðjudag, miðvikudag og föstudag frá kl. 19:30-20:45 / 20:45-22:00.
- Starfið í Arnardal verður metið í upphafi hverrar viku og endurskoðað eftir þörfum.
- Vikurnar 16.-20. mars, 23.-27. mars og 30.mars - 03. apríl munum við bjóða öllum unglingum á Akranesi að koma í hús í eitt skipti í viku í 70 mínútur í senn.
- Húsnæðinu verður skipt niður í tvær einingar og mun hver hópur einungis hafa aðgang að einni einingu. Er það gert til þess að hægt sé að sótthreinsa svæðin gaumgæfilega á milli hópa og eftir að starfi lýkur. Með þessu gefst unglingum tækifæri á því að hitta bekkjarsystkini sín, gera eitthvað skemmtilegt í samvist hvors annars og ræða daginn og veginn. Við viljum stuðla að áframhaldandi félagsstarfi unglinga og leggjum áherslu á að fylla félagsþörf að einhverju leiti á þessum tímum.
Hvíta húsið
- Opið mánudag og fimmtudag frá kl. 20:00-22:30.
- Starf Hvíta hússins verður með svipuðu sniði og það hefur verið.
- Mesta breytingin er sú að takmörkun verður á rými húsnæðis sem við höfum til ráðstöfunar hverju sinni.
- Verða opnunartímarnir skertir þar til samkomubanni verður aflétt, í það minnsta að páskafríi.
K567: Lokað þar til samkomubanni verður aflétt.