Rafmagnslaust á Akranesi á morgun
09.05.2016
Vegna gangsetningar nýrrar aðveitustöðvar á Akranesi verður rafmagnslaust hluta úr degi á morgun, þriðjudaginn 10. maí. Rafmagnslaust verður í ca 30 til 40 mínútur á eftirtöldum götum innan þess tímaramma sem er gefinn upp:
Tími: 09:00 – 12:00
- Baugalundur 28,
- Skógarflöt 1 til 29 og 2 til 26 Míluskápur,
- Tindaflöt 1 til 5 og 2 til 16,
- Steinsstaðaflöt 2 til 10 og 3 til 27,
- Smáraflöt 1 til 15 og 2 til 20,
- Blómalundur 2 Baugalundur 12 -18- 22-26,
- Geislahús,
- Garðavellir 3 Golfklúbburinn Vélaskemma - skógrækt,
- Jörundarholt öll hús við Jörundarholt + Míluskápur Golfskáli Leynis klúbbhús.
Tími: 13:00 – 16:00
- Ásabraut 1 til 23 og 2 til 18 Reynigrund 1 til 17 og 31 til 47, 22 til 46,
- Leynisbraut 1 til 41 og 2 til 42,
- Víðigrund 1 til 17 og 2 til 22,
- Innnesvegur Skolpdælubrunnur,
- Furugrund 18 til 46,
- Grenigrund 1 til 45 og 2 til 48,
- Reynigrund 2 til 20,
- Höfði Dvalarheimili,
- Höfðagrund 1 til 27 og 2 til 28,
- Sólmundarhöfði 2 og 7,
- Bjarkargrund 1 til 47 og 2 til 48,
- Furugrund 1 til 17 og 29 til 45 og 2 til 26,
Starfsfólk Veitna benda íbúum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins er ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp og gæta þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Nánari upplýsingar eru á www.veitur.is