Rauði krossinn gefur stofnunum Akraneskaupstaðar skyndihjálparplaköt
15.02.2018
Í tilefni af 112 deginum sem haldinn er þann 11. febrúar árlega, gefur Rauði krossinn á Akranesi opinberum stofnunum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit skyndihjálparveggspjald sem verða hengd upp á áberandi stöðum innan stofnana.
Alda Vilhjálmsdóttir formaður Akranesdeildar Rauða krossins og Sigrún Jóhannsdóttir verkefnastjóri afhentu Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra plakat nýverið sem hengt verður upp á bæjarskrifstofunni. Alda og Sigrún munu síðan fara í allar stofnanir og gera slíkt hið sama.
Akraneskaupstaður sendir þakkir til Akranesdeildar Rauða kossins fyrir þessa gagnlegu og þörfu gjöf.