Fara í efni  

Samið við Kaju Organic um veitingasölu í Guðlaugu

Sævar Freyr og Karen við undirritun samningsins í dag.
Sævar Freyr og Karen við undirritun samningsins í dag.

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 31. maí síðastliðinn samstarfssamning milli Akraneskaupstaðar og Kaju organic ehf. um veitingasölu í nýju þjónustuhúsi við Guðlaugu á Langasandi. Um er að ræða tilraunaverkefni frá 1. júní til og 31. ágúst. 

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Karen Jónsdóttir eigandi Kaju organic ehf. undirrituðu samninginn fyrr í dag þann og í beinu framhaldi var kælirinn fylltur og veitingasalan hófst formlega. Á boðstólum verður til sölu alls konar drykkir, „búst“, hinir sívinsælu snúðar, samlokur, „muffins“, epli og grísk jógúrt svo fátt eitt sé nefnt.

Í samningnum er kveðið á um að matvælin séu seld í plastlausum umhverfisvænum umbúðum og ætlar Karen sér einnig að flytja allan varning á milli á hjóli til þess að stuðla að umhverfisvænum samgöngum. 

Við hlökkum til samstarfsins.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00