Fara í efni  

Samþykkt að auglýsa eftir tilboðum í flóasiglingar

Akraneshöfn.
Akraneshöfn.

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 9. febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tilraunaverkefni Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar um beina siglingu 50 til 100 manna ferju milli sveitarfélaganna sumarið 2017. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti einnig á fundi sínum þennan sama dag að tilraunaverkefnið yrði auglýst.

Verkefnið verður skilgreint sem þróunarverkefni og mun það standa yfir tímabilið 1. júní til 1. október 2017 með möguleika á framlengingu um eitt ár. Skipulags- og umhverfisvið Akraneskaupstaðar og skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg ásamt Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar munu vinna sameiginlega að auglýsingu. Auglýsingagögn verða lögð fyrir ráðin til staðfestingar þegar þau liggja fyrir.


Eldri fréttir tengdar þessu verkefni:


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00