Sjálfboðaliðar - undirbúningur vegna flóttafólks
Í dag, mánudaginn 11. apríl, um kl. 18.00, er gert ráð fyrir að komið verði með húsbúnað í þrjár íbúðir fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til að bera húsgögn og heimilistæki í íbúðirnar (ein íbúð er á 3. hæð og tvær á fyrstu hæð) og eins þarf á næstu dögum að setja saman húsgögn, koma fyrir borðbúnaði og annað tilfallandi og gera húsnæðið sé tilbúið til innflutnings.
Þörf er á um 15 manns í dag sem treysta sér til að bera stærri hluti og gert er ráð fyrir að hittast um klukkan 17.50 við Garðabraut 18.
Þeir sem ekki hafa tök á að taka þátt í þessum undirbúningi en hafa áhuga á að veita flóttafólki liðsinni síðar, t.d. með því að bjóða félagslegan stuðning, er bent á Rauða kross deild Akraness. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða þar á heimasíðu Rauða krossins https://www.raudikrossinn.is/sjalfbodalidar/sjalfbodalidar/
Hægt er að hafa samband við Andreu, andreamv@akranes.is eða í síma 855-0029 fyrir nánari upplýsingar.