Fara í efni  

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ á Akranesi

Ljósmynd: Skessuhorn.
Ljósmynd: Skessuhorn.

Hið árlega Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ verður haldið á Akranesi laugardaginn 2. júní. Hlaupið er frá Akratorgi kl. 11:00 eftir upphitun Steindóru Steinsdóttur sem hefst kl. 10:45. 

Vegalengdir sem eru í boði eru 2 km og 5 km. Þátttökugjald er fyrir 12 ára og yngri samtals kr. 1000 og fyrir 13 ára og eldri samtals kr. 2000. Bolur fylgi þátttökugjaldi og er hægt að skrá sig á staðnum.

Við komu í mark fá allir sem eru í kvennahlaupsbol verðlaunapening. Nöfn skráðra þátttakenda fara í pott og verður dregið um glæsilega vinninga að hlaupi loknu. Boðið uppá ávexti, Kristal og ávaxtasafa við endamark. Bjarnalaug verður opin frá kl. 10-13 og verður frítt í sund fyrir keppendur. 

Fjölmennum og höfum gaman!


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00