Fara í efni  

Skagamaður 2014

Steinunn Sigurðardóttir, Skagamaður ársins 2014
Steinunn Sigurðardóttir, Skagamaður ársins 2014

Steinunn Sigurðardóttir var kjörin Skagamaður ársins á Þorrablóti Skagamanna síðastliðið laugardagskvöld. Þorrablót Skagamanna er árlegur viðburður á Akranesi sem árgangur 1971 stendur fyrir og hefur skapast sú hefð að veita viðurkenninguna Skagamaður ársins á blótinu. Það var Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs sem afhenti Steinunni viðurkenninguna en hana fékk hún fyrir störf sín í þágu heilbrigðisþjónustu á Akranesi en Steinunn er formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Í rökstuðningi fyrir valinu á Steinunni kemur fram að hún hafi sýnt mikla þrautseigju við söfnun á nýju tölvusneiðmyndatæki fyrir sjúkrahúsið. Tókst henni að virkja með sér yfir 300 einstaklinga í söfnunina ásamt því að fá félagasamtök, fyrirtæki og Heilbrigðisráðuneytið til að safna 40 milljónum króna til söfnunarinnar. Náðist áætlunarverkið í lok árs 2014 og verður nýtt tæki afhent á fyrsta ársfjórðungi 2015 sem er afar mikilvægt því eldra tækið er nú ónýtt. 

Steinunn fékk að gjöf málverk eftir Bjarna Þór myndlistarmann með áletrun, Sögu Akraness og fallega blómaskreytingu frá versluninni Model.

Akraneskaupstaður óskar Steinunni innilega til hamingju með þennan titill.  


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00