Fara í efni  

Skólastjórar kvaddir

Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri Grundaskóla og Lárus Sighvatsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi voru kvödd af bæjarstjóra og samstarfsfélögum í hópi sviðsstjóra og forstöðumanna í gær, miðvikudaginn 15. júní. Lárus hefur starfað hjá Akraneskaupstað í 35 ár og Hrönn Ríkharðsdóttir í tæp 30 ár en mun lengur við kennslu í bænum því hún hóf störf hjá Fjölbrautarskólanum á Akranesi árið 1974 og starfaði þar til 1986. Það ár hóf hún störf sem kennari við Brekkubæjarskóla og síðan í Grundaskóla árið 1994. Hún var ráðin aðstoðarskólastjóri Grundaskóla árið 1998 og skólastjóri árið 2007.  Lárus hóf sinn starfsferil í tónlistarskólanum sem kennari árið 1981 og tók við stöðu skólastjóra árið 1985 og hefur því starfað sem skólastjóri í 31 ár.

Akraneskaupstaður þakkar þeim báðum fyrir frábær störf í þágu nemenda og samfélagsins á Akranesi og óskar þeim góðrar framtíðar.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00