Snyrting gróðurs á lóðamörkum
Garðeigendur eru vinsamlega beðnir um að snyrta trjágróður sem kominn er út fyrir lóðamörk til að tryggja öruggar og greiðar leiðir um göngustíga bæjarins. Þessi snyrting er mjög nauðsynleg vegna snjómoksturs í vetur.
Íbúar eru hvattir til þess að kynna sér hér lögreglusamþykkt Akraneskaupstaðar, þar sem meðal annars kemur fram í 11. gr. að gróður s.s. tré, runnar o.s.frv. skulu ekki skaga út í eða út yfir gangstéttar, gangstíga eða götur, þó er heimilt að þau skagi út yfir, ef hæð þeirra er a.m.k. 2,8 m yfir gangstétt eða gangstíg, en 4,0 m yfir götu. Einnig er íbúum bent á að skoða hér samþykktar reglur bæjarstjórnar Akraness um umgengni og þrifnað utanhúss á Akranesi en þar er eigendum eða umráðamönnum húsa og lóða gert skylt að halda eignum vel við, hreinum og snyrtilegum þ.á m. húsum, lóðum og girðingum.
Ítarlegri upplýsingar er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Allar ábendingar eru vel þegnar frá íbúum og skulu berast á netfangið akranes@akranes.is eða í síma 433-1000.