Snyrting gróðurs á lóðamörkum
10.10.2023
Framkvæmdir
Garðaeigendur eru vinsamlega beðnir um að snyrta trjágróður sem kominn er út fyrir lóðamörk til að tryggja öruggar og greiðar leiðir um göngustíga bæjarins. Þessi snyrting er mjög nauðsynleg vegna snjómoksturs í vetur.
Í 11. gr. lögreglusamþykktar Akraneskaupstaðar frá 2006 segir meðal annars.
Gróður s.s tré og runnar o.s.frv. skulu ekki skaga út í eða út yfir gangstéttar, gangstíga eða götur, þó er heimilt að þau skagi út yfir ef hæð þeirra er a.m.k 2,8,m. yfir gangstétt eða gangstíg, en 4,0 m. yfir götu.
Nánari upplýsingar og ábendingar er hægt að fá í síma 433 1000 eða á netfangið akranes@akranes.is