Starf blásara/tréblásturskennara við Tónlistarskólann á Akranesi
Blásara/tréblásturskennari óskast til starfa í allt að 75% starf við Tónlistarskólann á Akranesi frá 1. ágúst 2016. Laun eru samkvæmt kjarasamningum FT eða FÍH. Helstu verkefni eru m.a. kennsla á tréblásturshljóðfæri (klarínett, saxófón) og vinna með blásarasveit skólans.
Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Áhersla skal lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, ennfremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska. Tónlistarskólinn á Akranesi býr við góðan aðbúnað til kennslu að Dalbraut 1 og býður upp á fjölbreytileika í skólastarfinu.
Menntun og hæfniskröfur
- Tónlistarkennaramenntun
- Reynsla af tónlistarkennslu æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 31. maí n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lárus Sighvatsson skólastjóri í tölvupósti eða í síma 433-1900.