Sumarstörf hjá Akraneskaupstað
Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Akraneskaupstað:
Störf flokkstjóra (100% og 50% störf) við Vinnuskóla Akraness, fyrir 20 ára og eldri
Akraneskaupstaður óskar eftir flokkstjórum í sumar við störf hjá Vinnuskóla Akraness. Um er að ræða tímabilið ca. 20. maí til 20. ágúst.
Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars. Nánari upplýsingar gefur Einar Skúlason rekstrarstjóri Vinnuskóla Akraness í síma 433-1056 eða 863-1113.
Starf verkstjóra við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 25 ára og eldri
Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkstjóra yfir starfshóp við almennt viðhald, umhirðu og framkvæmdir opinna svæða í umsjón Akraneskaupstaðar. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. apríl til 31. október. Umsækjendur þurfa að vera 25 ára og eldri og með bílpróf.
Helstu verkefni:
- Umhirða og viðhald útivistarsvæða, leiksvæða og annarra opinna svæða
- Umhirða gróðurs
- Gróðursetning trjágróðurs og sumarblóma
- Önnur tilfallandi verkefni
Kröfur um hæfni verkstjóra:
- Reynsla af verkstjórn og mannaforráðum
- Verklagni og útsjónarsemi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Skipulagshæfni
- Jákvæðni
- Þekking á gróðri æskileg
Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars. Nánari upplýsingar gefur Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar í síma 433-1000.
Störf við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 18 ára og eldri
Akraneskaupstaður auglýsir eftir starfsfólki við almennt viðhald, umhirðu og framkvæmdir opinna svæða í umsjón Akraneskaupstaðar. Starfstími er 3 - 6 mánuðir yfir tímabilið 1. maí til 31. október. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og eldri.
Helstu verkefni:
- Umhirða og viðhald útivistarsvæða, leiksvæða og annarra opinna svæða
- Umhirða gróðurs
- Gróðursetning trjágróðurs og sumarblóma
- Önnur tilfallandi verkefni
Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars. Nánari upplýsingar gefur Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar í síma 433-1000.