Svæðistónleikar Nótunnar 2017 í Tónbergi
Svæðistónleikar Nótunnar 2017 fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Tónbergi laugardaginn 18. mars kl. 14.
Á tónleikunum koma fram valin atriði frá 8 tónlistarskólum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hér er því á ferðinni þverskurður af því besta frá nemendum tónlistarskólanna á þessu svæði. Atriðin eru fjölbreytt og spanna ýmsar stíltegundir, frá barokk til frumsaminnar tónlistar flytjenda, einleiksatriði og samspilsatriði í bland. Nemendurnir sem koma fram eru á öllum námsstigum, grunnstigi, miðstigi og framhaldsstigi.
Valnefnd velur 3 atriði tónleikanna til að koma fram á lokahátíð Nótunnar sem fram fer í Eldborgarsal Hörpu 2. apríl n.k.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Tónleikarnir munu standa í u.þ.b. 2 klst. og að þeim loknum verður kaffisala í anddyri Tónlistarskólans.
Þessa dagana fara samsvarandi svæðistónleikar fram á 4 stöðum á landinu og því má segja að Nótan sé eins konar uppskeruhátíð tónlistarskólanna í landinu og er Nótunni ætlað að vera bæði hvatning í starfi skólanna og vekja athygli á því mikla og blómlega starfi sem fram fer í tónlistarskólum landsins.