Fara í efni  

Þjóðhátíðardagur Dana

Danska fánanum flaggað á Akratorgi.
Danska fánanum flaggað á Akratorgi.

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Dana í dag þann 5. júní er danska fánanum flaggað á Akratorgi þar sem Tønder í Danmörku er einn af vinarbæjum Akraness. 

Tønder er bær sunnarlega á Jótlandi, nálægt þýsku landamærunum. Tønder varð til við sameiningu nokkurra bæjarfélaga, Bredebro, Højer, Løgumkloster, Nørre-Rangstrup, Skærbæk og Tønder og er heildaríbúafjöldi um 39 þúsund manns. Tønder fékk kaupstaðarréttindi 1243 og er því elsti kaupstaður Danmerkur. Bærinn er mikill skólabær og atvinnulíf stendur þar traustum fótum. Þar eru t.d. Ecco skóverksmiðjurnar en flestir Íslendingar ættu að þekkja það skómerki. Tønder er líka þekkt fyrir sérstaka gerð af knipli, sem kallast Tønderknipl og hátíð tengd þessu handverki dregur að sér marga gesti víðs vegar að úr heiminum. Í Tønder er einstæð náttúra, sérstaklega við Vadehavet þar sem t.d. er hægt að sjá náttúrufyrirbæri sem nefnist ,,Svört sól”.  Það er þegar hópar starra fljúga um himinninn áður en þeir setjast fyrir nóttina. Þeir eru í svo þéttum flokkum að þeir skyggja á sólarlagið og þaðan kemur nafnið á fyrirbrigðinu.

Við sendum vinum okkar í Tønder bestu óskir um gleðilegan þjóðhátíðardag. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00