Fara í efni  

Tjaldsvæðið á Akranesi opnaði formlega um síðustu helgi

Tjaldsvæðið á Akranesi við Kalmansvík opnaði formlega um síðustu helgi. Það voru rúmlega 30 gestir sem heimsóttu tjaldsvæðið þessa fyrstu opnunarhelgi og eru margir þeirra fastagestir. Starfsfólk verður með viðveru á tjaldsvæðinu í sumar a.m.k. tvisvar á dag til að sinna þjónustu á svæðinu sem felur í sér ræstingar og innheimtu. 

Farið hefur verið í úrbætur á tjaldsvæðinu og meðal annars skipt um dúka á salernunum, klósettkassa og settar nýjar sturtur. Að utan var salernishúsið málað og verið er að vinna að lagfæringu á pallinum fyrir framan þjónustuhúsið auk þess sem  kantar, gluggar og þakrennur voru málaðar. Í lok maí er stefnt að því að setja upp þjónustuskilti á tjaldsvæðinu sem staðsett verður við bakhlið þjónustuhússins. Vinnuskóli Akraness ásamt garðyrkjustjóra munu jafnframt sjá um að fegra umhverfið með blómum og slætti fljótlega. Leikkastalinn á tjaldsvæðinu verður fjarlægður en hann er kominn til ára sinna og þykir ekki öruggur lengur. Ný leiktæki verða sett á svæðið.

Tjaldsvæðið er opið til 15. september og er hægt að nálgast gjaldskrá tjaldsvæðisins hér.  


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00