Fara í efni  

Undirskrift samnings um samræmda móttöku flóttamanna

Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra

Akraneskaupstaður skrifaði undir samning á dögunum við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku á 80 flóttamönnum. 

Markmiðið með þessum samningi er samræmd móttaka flóttamanna sem hafa fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Samræmd móttaka á að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu, óháð hvaðan það er að koma og í hvaða bæjarfélagi það sest að.

„Við látum okkar ekki eftir liggja á Akranesi enda samfélagsleg skylda okkar að taka vel á móti flóttafólki sem glímir við hörmungar í sínu heimalandi. Mikilvægt er að móttaka flóttafólks sé samræmd og að henni fylgi fjármagn líkt og þessi samningur kveður á um og sé unnin í þéttu samstarfi við ríkisvaldið. Þannig tryggjum við að vel takist til sem er að sjálfsögðu markmið okkar allra,“ segir Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar.

Sjá nánar í frétt á vef stjórnarráðs Íslands


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00