Fara í efni  

Uppgjör Akraneskaupstaðar fyrir fyrstu sex mánuði 2020

Langisandur.
Langisandur.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Akraneskaupstaðar, þ.e. A- og B- hluta, var neikvæð um samtals -28,2 m.kr. fyrir fyrstu sex mánuði ársins en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -92,5 m.kr. Framlegð tímabilsins, eða EBITDA, nam samtals 89,4 m.kr. og nemur framlegðarhlutfallið því 2,2% á fyrstu sem mánuðum ársins.

Áhrif Covid-19 gætir í víða í rekstri sveitarfélagsins á tímabilinu og hefur sveitarfélagið meðal annars flýtt og fjölgað framkvæmdum um rúmar 320 m.kr., veitt greiðslufrest á fasteigna- og gatnagerðargjöldum ásamt því að gjöld leikskóla-, grunnskóla og frístundar voru lækkuð í samræmi við notkun án þess að sveitarfélagið skerti laun á móti því tekjutapi.

Veltufjárhlutfall samstæðunnar er þó sterkt í lok tímabils og nemur 1,7 og er samstæðan því vel í stakk búin til að inna af hendi allar nauðsynlegar greiðslur á næstu 12 mánuðum. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar nemur 54% í lok tímabils og skuldahlutfall nemur 46%.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00