Fara í efni  

Upptaka á kvikmyndinni Hey hó Agnes Cho lokið á Akranesi

Frá miðjum október og til byrjun nóvember fór fram upptaka á Akranesi á kvikmyndinni Hey hó Agnes Cho og lauk henni nú á dögunum. Í fréttatilkynningu frá Akraneskaupstað þann 15. október síðastliðinn  kom fram að um væri að ræða dramatíska kvikmynd með húmor og gerist myndin að mestu leyti á Akranesi. 

Birna Hjaltalín Pálmadóttir tökustaðastjóri myndarinnar setti sig í samband við Akraneskaupstað eftir að tökum lauk og vill koma á framfæri eftirfarandi þökkum. „Kæru Akurnesingar, við höfum nú lokið tökum á Akranesi á bíómyndinni Agnes Cho. Hvar sem við komum mættum við einstakri hjálpsemi og velvilja sem gerði vinnu okkar auðveldari og skemmtilegri. Við þökkum hjartanlega fyrir okkur - Sjáumst svo í bíó."


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00