Lengdur útboðsfrestur - Lóðafrágangur leikskóli á Asparskógum 25
Landslag ehf., fyrir hönd Fasteignafélags Akraness, óska eftir tilboðum í framkvæmdir við lóðarfrágang á nýjum leikskóla við Asparskóga 25, Akranesi. Verkið nær til heildarfrágangs lóðar.
Verktaki skal setja upp girðingar, koma fyrir frárennslis- kerfi á lóð, koma fyrir snjóbræðslukerfi, ganga frá raf- kerfi og raflýsingu lóðar, helluleggja gönguleiðir og stéttar, malbika bílastæði, ganga frá djúpgámum, aðstoða við uppsetningu leiktækja, ganga frá fallvarnar- efnum, þökuleggja grassvæði, ganga frá gróðurbeðum, gróðursetja tré og runna.
Helstu stærðir:
- Hellulögn 2.400 m²
- Malbik 1.055 m²
- Fallvarnarefni 1.500 m²
- Heildarstærð lóðar um 8.000 m² brúttó.
Verktaki tekur við byggingarsvæði frá verktaka sem annast uppsteypu og utanhússfrágang. Byggingarsvæðið er afgirt og með hliði inn á vinnusvæðið. Verklok á útboðsáfanga er 31. júlí 2022.
Útboðsgögn verða afhent á stafrænu formi frá og með 25. ágúst 2021 með því að senda tölvupóst á netfangið landslag@landslag.is þar sem fram kemur heiti verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4, Akranesi í síðasta lagi 8. október 2021 kl. 13:30.