Fara í efni  

Valdís Þóra kjörin Íþróttamaður ársins 2016 á þrettándanum

Mynd: Myndsmiðjan
Mynd: Myndsmiðjan

Þrettándinn var haldinn hátíðlegur á Akranesi föstudaginn 6. janúar með árlegri þrettándabrennu. Dagskráin hófst með blysför frá Þorpinu kl. 18:00 og fóru álfar, jólasveinar og aðrar kynjaverur fyrir göngunni sem lauk við brennuna á þyrlupallinum á Jaðarsbökkum. Brennunni lauk með glæsilegri flugeldasýningu í boði Akraneskaupstaðar en það var Björgunarfélag Akraness sem sá um framkvæmdina. Sýningunni var vel fagnað af áhorfendum.

Að flugeldasýningu lokinni fór krýning Íþróttamanns Akraness 2016 fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka. Það var Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur úr Leyni sem hlaut nafnbótina að þessu sinni en þetta er í fimmta sinn sem hún hlýtur titilinn. Hún átti gott ár í golfinu og í desember náði hún þeim stóra áfanga að komast á LET Evrópumótaröð kvenna í golfi. Sundmaðurinn Ágúst Júlíusson varð annar í kjörinu og Einar Örn Guðnason kraftlyftingarmaður varð þriðji.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00