Fara í efni  

Vel heppnaður bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Þann 19. nóvember kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í 18. sinn í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar ásamt fulltrúum bæjarstjórnar, bæjarstjóra og starfsfólki skóla- og frístundasviðs.  Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundinum. Bæjarfulltrúar að þessu sinni voru Marey Edda Helgadóttir f.h. nemendaráðs Grundaskóla, Elsa María Einarsdóttir f.h. Arnardalsráðs, Hekla Kristleifsdóttir f.h. nemendafélags Brekkubæjarskóla, Helgi Rafn Bergþórsson f.h. Tónlistarskóla Akraness, Björgvin Þór Þórarinsson f.h. nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Ylfa Örk Davíðsdóttir fulltrúi Hvíta hússins og Sóley Brynjarsdóttir fulltrúi Íþróttabandalag Akranes. Þessir fulltrúar eru allir í Ungmennaráði Akranes.

Undirbúningur að fundinum hófst hjá bæjarfulltrúunum á málþingi í Þorpinu sem var í höndum Ungmennaráðs Akranes. Málþingið var fyrir krakka úr 7.-10. bekk frá báðum grunnskólum. Góðar umræður voru á þinginu og líkt og áður þá komu margar góðar og gagnlegar vangaveltur frá unga fólkinu.

Erindi bæjarfulltrúana voru fjölbreytt og tengdust m.a. breyttu fyrirkomulagi á Vinnuskólanum, umhverfisvitund bæjarbúa og barnvænu sveitarfélagi, eflingu kynfræðslu og fjármálalæsi í grunnskólum, erindi um heilsueflingu og svefn ungmenna, vímuefnanotkun og leiðir til forvarna og upplifun nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á stöðunni í skólanum.

Eftir framsögu ungmennanna fór fram spjall við hina eiginlegu bæjarfulltrúa og sköpuðust afar líflegar og ekki síður gagnlegar umræður. Bæjarstjóri og kjörnir bæjarfulltrúar þökkuðu ungmennunum fyrir vel undirbúin erindi og málefnalega framgöngu. Fundinum var útvarpað beint og einnig sendur út í beinni útsendingu á Facebook síðu Akraneskaupstaðar. Fundargerð er hægt að nálgast hér og upptökur af fundinum er hægt að nálgast hér.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00