Verksamningur við Emkan ehf undirritaður vegna verksins "Gatnaviðhald á Akranesi 2022"
05.07.2022
Þann 1. júlí síðastliðinn var undirritaður verksamningur við Emkan ehf vegna verksins "Gatnaviðhald á Akranesi 2022"
Í því verki verður meðal annars haldið áfram með endurnýjun á Garðagrund. Ketilsflöt og hluti Ægisbrautar verða lagfærðar á ákveönum köflum. Ennfremur verður farið í aðgerðir er tengjast umferðaröryggi.
Emkan ehf voru með lægra tilboðið en einungis bárust tvö tilboð í verkið. Þau voru frá Emkan ehf og Þróttur ehf.
Gísli Elí Guðnason undirritaði fyrir hönd Emkan ehf og Sigurður Páll Harðarson sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs undirritaði fyrir hönd Akraneskaupstaðar.